Dagur 22

Ég var að fatta eitt alveg stórmerkilegt. Í gær náði ég ekki aðeins fyrsta DDV markmiði mínu og 20% þyngdartapi af heildarmarkmiði heldur braut ég heilan tug. Núna á ég ekki lengur tuttuguogeitthvað kíló eftir heldur "einungis" 19.8 kg í lokamarkmið.

Hvað ætli sé raunhæft að gera sér miklar vonir? Ætli ég nái þessu fyrir 1 október? 1 nóvember? 1 janúar 2010?

Af hverju getur maður ekki hugsað um daginn í dag og verið ánægður með árangurinn? Af hverju þarf maður alltaf að hugsa svona stórt í einu?

Af hverju af hverju af hverju það?

___________________________

Upphaf 06.05.09: 98.0 kg
92.8 - eftir 21 dag á DDV
4.8 kg eftir í Mm2
-19.8 kg í MM5
Mm1: 93.0 Mm2: 88.0 Mm3: 83.0 Mm4: 78.0 Mm5: 73.0


Dagur 21 - Vigtun 3

Ég er svo ánægð með sjálfa mig að ég er að springa! Ég var að koma úr minni 3 vigtun og fékk þessa líka fínu tölu Joyful

 -1.6 kg

Þetta þýðir að ég er búin með fyrsta markmið af 5 620201

20% af heildarmarkmiði búið á 3 VIKUM

5.2 kg farin. Danski er málið!

___________________________

Upphaf 06.05.09: 98.0 kg
92.8 - eftir 21 dag á DDV
4.8 kg eftir í markmið 2
Mm1: 93.0 Mm2: 88.0 Mm3: 83.0 Mm4: 78.0 Mm5: 73.0


Dagur 18

Ég fór í bíó í gærkveldi og langaði ekki í popp eða neitt rusl, hugsaði ekki einusinni um það! Finnst það alveg merkilegt. Var að fatta það núna og langaði til þess að deila því Joyful

Annars gengur vel og þetta er enn ekkert mál. 3 dagar í næstu vigtun og ég get varla beðið, vildi að það væru færri dagar í vikunni svo ég gæti farið hraðar í vigtun.

___________________________

Fyrsti dagur í DDV 06.05.09: 98.0 kg
94.4 - Eftir 14 daga á DDV
1.4 kg eftir í markmið1
Mm1: 93.0 Mm2: 88.0 Mm3: 83.0 Mm4: 78.0 Mm5: 73.0


Vigtun 2 lokið

Ég fór áðan í vigtun 2 og ég get ekki sagt annað en ég sé vonsvikin.

-800 gr þessa viku.

Ég veit vel að það er fínt en ég var að vona að ég myndi ná að minnsta kosti 1 kg eða meira því ég er á mínum fyrstu vikum í DDV.

Heildarárangur: -3.6 kg


Óþolinmæði!

Í dag er ég á degi 13 í DDV. Ég er að farast úr óþolinmæði og feitu! Ég vildi að kílóin færu 4x hraðar, hvað var maður að spá að safna öllum kílóunum á sig og það sem er enn óskiljanlegra er hvers vegna tók ég mig ekki fyrr á og gerði eitthvað í málinu? Mér líður frábærlega á Danska en tíminn líður of hægt.

Ætli mér eigi eftir að líða betur þegar ég verð komin niður í 85 kg?  Hvað ætli það taki langan tíma að losa mig við 20 kg? 


Dagur 7 - Fyrsta vigtun!

Vikan er búin að ganga rosalega vel. Ég hefði ekki trúað því að þetta væri svona "einfalt". Ég fór í mína fyrstu vigtun áðan og fékk fínustu tölu.

-2.8 kg

Ég er samt svo hrædd um að þetta sé bara vökvatap og að ég standi í stað en ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram, krossa fingur að DDV sé drauma"kúr".


Dagur 4

Enn sem komið er hefur þetta allt saman gengið voða vel. Ég skil ekki afhverju ég er ekki löngu byrjuð á Danska. Þetta er svo mikill matur að mér finnst þetta allt saman hálf ótrúlegt. Mér finnst dagskammtarnir af matnum svo miklir að ég þarf að berjast við sjálfa mig að skammta rétt, setja allann matinn sem ég á að borða á diskinn. Ég verð að viðurkenna að ég er með rosalegann móral yfir öllu þessu áti en ég fer eftir bókinni og vona að þetta sé að gera sig fyrir mig. Ég er alveg logandi hrædd um að ég sé ekkert að léttast, en reyni að vera jákvæð. Mér finnst eins og ef ég sé ekki jákvæð þá komi það í bakið á mér og ég standi í stað á vigtinni. 3 dagar í fyrstu vigtun.. eða 2.5 !


Nýtt upphaf!

Undanfarin ár hef ég varla gert annað en að borða sætindi. Ég ELSKA skyndibita og sætindi. Ég er orðin alltof þung! 98 kg takk fyrir og BMI talan mín er 33.5! (Vigtin mín sýnir samt 94.5 kg en ég ætla að hætta að taka mark á henni og fara eftir vigtinni hjá Danska).

Eftir endalausar megranir, kúra eða svelti hef ég sagt stopp. Á miðvikudaginn brunaði ég uppí Garðabæ og fór á nýliðafund hjá DDV (Danska kúrnum). Vigtunin var sjokk! Mér leið nógu illa yfir mínum 94.5 kg svo vigtin hjá dagnska hefði alveg mátt hlífa mér smá og vera örlítið nærgætnari.

Ég sat nýliðafundinn og hugsaði hvað eftir annað að þetta gæti ég ekki. Ég kynni ekki að elda og hvað þá hollt og svo þætti mér ekkert varið í matinn sem væri í boði. Mér leið illa yfir 6200 krónunum sem ég borgaði fyrir þátttökuna. Þetta hljómaði allt alveg fáránlega flókið og erfitt en svo var það ekki þannig, þetta er jú smá spegúlering fyrir hverja máltíð en ég trúi því að það sé aðeins á meðan ég læri almennilega inná þetta. 

Í dag er ég búin með annann DDV daginn minn og ég trúi ekki alveg að seinustu tveir dagar hafi verið raunverulegir. Ég hef aldrei borðað jafn mikið og verið eins södd. Maturinn er ÆÐISLEGUR! Mér hefur gengið voða vel að sulla einhverju sniðugu saman. Þessa 2 daga er ég búin að borða fisk, kjúkling, egg, PIZZU, BRAUÐ, ost, hafragraut, ávexti og salat. Drekk mjólkina samviskusamlega og er algerlega í skýjunum.

-Samt finnst mér þetta of gott til að vera satt. Ég hef rosalega mikið samviskubit yfir öllu þessu áti og ég trúi varla að það sé í lagi að borða svona mikið og LÉTTAST en samkvæmt vinkonu minni sem er búin að missa tugi kílóa á DDV er ég að gera allt rétt. Ég hlakka því mikið til þess að fara í vigtun í næstu viku og sjá hvernig gengur. Ég vona svo innilega að ég fái mínus tölu. Krossið fingur fyrir mig!

 Ef þetta gengur flott og ég mun missa kg þá verð ég enn svekktari yfir því að vera ekki löngu byrjuð í DDV því mig hefur langað til þess í marga mánuði en alltaf miklað þetta fyrir mér.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband