Nýtt upphaf!
8.5.2009 | 21:02
Undanfarin ár hef ég varla gert annað en að borða sætindi. Ég ELSKA skyndibita og sætindi. Ég er orðin alltof þung! 98 kg takk fyrir og BMI talan mín er 33.5! (Vigtin mín sýnir samt 94.5 kg en ég ætla að hætta að taka mark á henni og fara eftir vigtinni hjá Danska).
Eftir endalausar megranir, kúra eða svelti hef ég sagt stopp. Á miðvikudaginn brunaði ég uppí Garðabæ og fór á nýliðafund hjá DDV (Danska kúrnum). Vigtunin var sjokk! Mér leið nógu illa yfir mínum 94.5 kg svo vigtin hjá dagnska hefði alveg mátt hlífa mér smá og vera örlítið nærgætnari.
Ég sat nýliðafundinn og hugsaði hvað eftir annað að þetta gæti ég ekki. Ég kynni ekki að elda og hvað þá hollt og svo þætti mér ekkert varið í matinn sem væri í boði. Mér leið illa yfir 6200 krónunum sem ég borgaði fyrir þátttökuna. Þetta hljómaði allt alveg fáránlega flókið og erfitt en svo var það ekki þannig, þetta er jú smá spegúlering fyrir hverja máltíð en ég trúi því að það sé aðeins á meðan ég læri almennilega inná þetta.
Í dag er ég búin með annann DDV daginn minn og ég trúi ekki alveg að seinustu tveir dagar hafi verið raunverulegir. Ég hef aldrei borðað jafn mikið og verið eins södd. Maturinn er ÆÐISLEGUR! Mér hefur gengið voða vel að sulla einhverju sniðugu saman. Þessa 2 daga er ég búin að borða fisk, kjúkling, egg, PIZZU, BRAUÐ, ost, hafragraut, ávexti og salat. Drekk mjólkina samviskusamlega og er algerlega í skýjunum.
-Samt finnst mér þetta of gott til að vera satt. Ég hef rosalega mikið samviskubit yfir öllu þessu áti og ég trúi varla að það sé í lagi að borða svona mikið og LÉTTAST en samkvæmt vinkonu minni sem er búin að missa tugi kílóa á DDV er ég að gera allt rétt. Ég hlakka því mikið til þess að fara í vigtun í næstu viku og sjá hvernig gengur. Ég vona svo innilega að ég fái mínus tölu. Krossið fingur fyrir mig!
Ef þetta gengur flott og ég mun missa kg þá verð ég enn svekktari yfir því að vera ekki löngu byrjuð í DDV því mig hefur langað til þess í marga mánuði en alltaf miklað þetta fyrir mér.
Athugasemdir
Gangi þér rosa vel með þetta,gaman að fá að fylgjast með :)
Kv Sigga
Sigga D (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning