Dagur 4
10.5.2009 | 22:11
Enn sem komið er hefur þetta allt saman gengið voða vel. Ég skil ekki afhverju ég er ekki löngu byrjuð á Danska. Þetta er svo mikill matur að mér finnst þetta allt saman hálf ótrúlegt. Mér finnst dagskammtarnir af matnum svo miklir að ég þarf að berjast við sjálfa mig að skammta rétt, setja allann matinn sem ég á að borða á diskinn. Ég verð að viðurkenna að ég er með rosalegann móral yfir öllu þessu áti en ég fer eftir bókinni og vona að þetta sé að gera sig fyrir mig. Ég er alveg logandi hrædd um að ég sé ekkert að léttast, en reyni að vera jákvæð. Mér finnst eins og ef ég sé ekki jákvæð þá komi það í bakið á mér og ég standi í stað á vigtinni. 3 dagar í fyrstu vigtun.. eða 2.5 !
Athugasemdir
Til hamingju með að vera komin á danska. Ég hef sjálf verið á honum og mæli 100% með honum. Og ótrúlegt en satt þá léttist maður þrátt fyrir allt þetta át, átti líka erfitt með að trúa því þartil ég sá það. En ég hætti að fara 100% eftir honum því ég hreinlega torga ekki þessu magni og verkjaði í magann af því að troða svona í hann. Ásamt því að ég léttist full hratt fyrir minn smekk, leið ekki vel af því að hrynja svona hratt niður í þyngd. En hann líka virkar það er engin leið að neita því. Og svo lærði ég helling af honum og nýti mér það alveg, er búin að léttast um 25kg með að miða nokkurn vegin við hann. Gangi þér innilega vel á honum, og í þessu átaki þínu. :O)
Veiga (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 09:20
Takk fyrir þessi orð og til hamingju með þinn létting :) Gott að heyra svona hvatningarorð. Ég fer í mína fyrstu vigtun í dag og er orðin ansi spennt að sjá hvernig staðan er. Ég er búin að fara 100% eftir kúrnum og líður mjög vel. Ég er að hugsa um að reyna að dreyfa matnum aðeins betur yfir daginn, held það komi betur út fyrir mig.
90 60 90 (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.