Fyrir ekki svo löngu síðan
2.6.2009 | 19:38
gat ég leikandi borðað heila stóra margarítu frá Dominos í kvöldmat. Eftir kvöldmat fékk maður sér "smá" með sjónvarpinu. Þá borðaði maður 2 stór lion bar, 2 popppoka, 1-2 toppísa, líter af gosi, poka af hlaupi og annan eins af bombum. 10 kexkökur með stóru mjólkurglasi. 4 flipper og slatta af sterkum brjóstsykri. Skrítið að maður var ekki kominn í enn verri mál á vigtinni með svona matseðil á kvöldin.
Í dag er ég pakksödd eftir DDV máltíð og hugsa ekki um nammi, ekki nema þegar ég fer að hneikslast á sjálfri mér.
Á morgun er vigtun nr 4. Rosalega hlakka ég til.
___________________________
Upphaf 06.05.09: 98.0 kg
92.8 - eftir 21 dag á DDV
4.8 kg eftir í Mm2 -19.8 kg í MM5
Mm1: 93.0 Mm2: 88.0 Mm3: 83.0 Mm4: 78.0 Mm5: 73.0
Athugasemdir
Voðalega kannast ég við þennan matseðil, ekki það að ég get ekki alveg borðað heila pizzu í dag en það gerist sjaldan;) Í dag eru 2 ár og 2 mánuðir síðan ég borðaði seinast sykur (as in sælgæti,kökur,kex o.s.fr.) Bara æðis;)
Hlakka til að tékka á tölunum á morgun, þú ert ótrúlega dugleg! Er mikið stolt af þér:):)
Kristín (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 21:11
Takk fyrir :)
Til hamingju með þinn árangur. 2 ár og 2 mánuðir er langur tími, alveg magnað :) Rosalega gott að hafa svona hvatningu eins og þú ert :)
Ég var einmitt að hugsa um þig þegar ég pikkaði þessi orð inn, var að spá hvort þú hefðir eitthvað fengið þér síðan þú breyttir þínu lífi :)
Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar., 2.6.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.