Mikið svakalega getur maður verið klikkaður í hausnum
3.6.2009 | 19:46
Ég fór í 4 vigtunina áðan og tala vikunnar er:
-0.8 gr
Mér finnst það agalega svekkjandi. 6 kg er samt fínt á 4 vikum en ég var að vonast eftir meira, spurning um að vinna aðeins í þessum hugsunar hætti.
En svo var það annað.. ég er víst með allt of lítinn fituskammt, suma daga alveg helmingi of lítið. Mér finnst svakalega skerí að þurfa að bæta þessu fitumagni við og er skíthrædd um að þá fyrst hætti ég að léttast?
Betri tala næstu viku.. ÉG SKAL!
___________________________
Upphaf 06.05.09: 98.0 kg
92.0 - eftir 28 daga á DDV
4.0 kg eftir í Mm2 -19.0 kg í MM5
Mm1: 93.0 Mm2: 88.0 Mm3: 83.0 Mm4: 78.0 Mm5: 73.0
Athugasemdir
Glæsilegt, dugleg stelpa...næstum kíló er glæsilegt, má ekki gerast mikið hraðar en það;) Við viljum nefnilega halda þessum kílóum frá for ever;);)
Stendur þig vel, 6 kg á 4 vikum er ekkert smá flott, mundu það. Passa upp á fituna, það er svo mikilvægt að borða hana (því miður) annars hægist bara á brennslunni og eitthvað blabla:)
Kristín (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:25
Já ég ætla að passa þetta vel, gerði þetta alltaf rétt en svo fór ég að rugla viðbiti og olíu en það mun ekki gerast aftur. Núna er ég orðin sátt við þessi 800gr (þó þau hefðu alveg mátt vera fleiri grömmin sem fóru ) en 800gr er flott.
Hlakka til að sjá hvernig komandi vika kemur út. Svo fer að líða að sumarfríi hjá DDV og þá verður ekkert stigið á vigtina. Ætla að fá flotta tölu eftir 3 vikna sumarfrí því þótt DDV fer í frí þá ætla ég að halda mig við planið
Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar., 3.6.2009 kl. 23:33
Frábært, get líka sagt þér að það er mega gaman að koma aftur eftir sumarfrí og vera eina sem léttist;D Það var allavega þannig þegar ég fór eftir sumarfrí...þær ætluðu ekki að ná sér af gleði Sibba og Kristín haha:)
Kristín (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:20
Æðislegt! Ég hlakka til að feta í þín fótspor
Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar., 4.6.2009 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.