Mér tókst það!
10.6.2009 | 17:43
Ég náði betri tölu heldur en í seinustu viku eins og ég ætlaði mér. Ekkert mikið betri tala en mínustala vikunnar er:
-1.0 kg
Ég var alveg skíthrædd um að fitan myndi skemma allt en hún virðist gera gott auk þess sem meltingin er allt annað betri
Svo er eitt sem ég er að velta fyrir mér varðandi DDV svo ef það eru einhverjar DDV konur (eða menn) sem kíkja á síðuna þá væri gott ef þið gætuð sagt mér hvort þið eruð að nota EXTRA kassana á matarplaninu? Ég nota 1 kassa á viku en langar oft til þess að nota fleiri. Ég er samt svo hrædd um að ef ég geri það þá muni ég léttast hægar eða fara að nota allt of marga kassa.
Hafið þið einhverja reglu á þessu? x marga kassa á viku? Sjáið þið lakari árangur í vigtun ef þið notið fleiri kassa en vanalega?
___________________________
Upphaf 06.05.09: 98.0 kg
91.0 - eftir 35 daga á DDV
3.0 kg eftir í Mm2 -18.0 kg í MM5
Mm1: 93.0 Mm2: 88.0 Mm3: 83.0 Mm4: 78.0 Mm5: 73.0
Athugasemdir
Glæsilegt, þú ert alveg að rúlla þessu upp stelpa:) Mikið ertu dugleg:):)
Alveg magnað!!
Varðandi extrað þá held ég að margar/ir séu að nota það. Ég notaði það helst í íspinnana en þeir kosta auðvita lifur og lungu í dag. Ég notaði líka helst extrað á meðan ég var með stelpuna á brjósti, það voru fyrstu mánuðurnir, þá þurfti ég einfaldlega meira. Svo þegar ég hætti með hana á brjósti þá hætti mig að langa í extrað. Svo ég notaði það sama og ekkert í einhverja mánuði en svo aftur þegar ég fór að nálgast lokamarkmiðið.
Annars held ég að það sé bara gott að prófa sig áfram með það, hvernig það kemur út á vigtinni. Þá má alltaf bæta við eða taka út aftur:)
Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:34
Takk takk. Er mjög ánægð með þetta. Finnst alveg meiriháttar að vera búin með 30 daga og hlakka mikið til að ná 60 dögum, mér finnst það rosalegt afrek og áreynslulaust þar að auki :)
Ég er ekki viss um að ég tími að nota extrað, vil ekki sjá það koma niður á vigtinni svo ég hugsa að ég noti það spari og geri svo eins og þú þegar ég nálgast markmiðið :)
Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar., 10.6.2009 kl. 23:28
Vá mér þykir þú dugleg. Ég nota yfirleitt allt extrað mitt! Annað hvort sem hveiti eða kakó í eftirrétti eða sem sinnep eða annað bragðbætandi í matinn minn.
Nezza (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.