Vigtun 7 - Engin DDV pása

Mér tekst ágætlega að borða þrátt fyrir tannlæknaferðina í gær. Það er smá puð en það hefst.

Ég fór í vigtun 7 í dag og var 87.8 kg. Það þýðir að seinustu viku fóru 1.5 kg (eða á 6 dögum þar sem ég fór seinast í vigtun á fimmtudegi) og ég er búin að ná markmiði nr 2.

10.2 kg farin Smile

 

___________________________

Upphaf 06.05.09: 98.0 kg
87.8 - 10.2 kg farin á 49 DDV dögum.
4.8 kg eftir í Mm3 
14.8 kg í MM5
Mm1: 93.0 Mm2: 88.0 Mm3: 83.0 Mm4: 78.0 Mm5: 73.0

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo dugleg, þetta er alveg magnað hjá þér:D

Fylgist spennt með:)

Kristín (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar.

Takk, ég er svo ánægð með mig núna

Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar., 25.6.2009 kl. 15:30

3 identicon

Þvílík hvatning! Snillipilli

Brynkan (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 20:22

4 identicon

Rakst á þetta blogg þitt - frábært hjá þér, rosalega dugleg og gott hjá þér að drífa þig. Ég hef einmitt alltaf miklað þetta fyrir mér - er frekar fyrir skyndilausnir sem duga síðan ekkert;-0

Gott hjá þér líka að blogga um þetta, gæti hjálpað öðrum sem og meira aðhald fyrir þig og gaman fyrir þig að lesa þetta seinna meir.

Kannski verður þú bara farin að henda inn uppskriftum og svona fyrir aðra, hehe;-)

*gangi þér sem allra best, ein ókunnug*

Dóra (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 13:30

5 Smámynd: Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar.

Kærar þakkir, gaman að fá svona athugasemd

Bloggið er einmitt hugsað sem dagbók fyrir mig sjálfa og svo væri rosalega gaman ef það hjálpar öðrum.

Mér finnst sjálfri mikilvægt að fólk viti að ég er löt í eldhúsinu og að ég hafi tekið mér langan tíma í að koma mér af stað þar sem ég hélt að þetta væri erfitt. Ég hélt alltaf að DDV væri fyrir meistarakokka og næringafræðinga en svo er ekki, DDV er fyrir hvern sem er og það er nóg af góðum mat til að borða :)

Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar., 29.6.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband