Vigtun 12 - DDV frí = engin vigtun

Mér er ekki búið að ganga vel á danska þessa dagana. Ég tók 4 daga frí í seinustu viku eftir tannlæknaheimsókn, mátti ekki borða hvað sem er þannig að ég tók meðvitaða ákvörðun um að hvíla mig aðeins á danska á meðan. Var samt ekkert í óhollustunni og stóð í stað á vigtinni (held ég, ég veit ekki hvað er mikið að marka vigtina mína). Mér leið rosalega illa andlega eftir þessa pásu mína og var mikið feigin að komast aftur á mitt rétta matarræði. 

Svo er ég aftur í dag í ruglinu. Er á þriðja degi þar sem ég borða nánast ekkert. Ég vil ekkert fara nánar út í ástæðu þess en ég ætla að byrja aftur á morgun á danska. Það þýðir ekkert að sleppa því að borða þó eitthvað sé ekki í lagi. Ætla að byrja á morgun svo ég geti byrjað á nýrri DDV viku, hef alltaf byrjað nýja DDV viku á fimtudegi þar sem ég fer í vigtun á miðvikudögum.

________________

29.Júlí 2009 - Dagur 84

Engin vigtun þar sem DDV er í sumarfríi.

14 dagar í næstu vigtun

___________________________

Upphaf 06.05.09: 98.0 kg
84.8 - 13.2 kg farin á 70 DDV dögum.
1.8 kg eftir í MM3 
11.8 kg í MM5
MM1: 93.0 MM2: 88.0 MM3: 83.0 MM4: 78.0 MM5: 73.0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krúttið mitt

Hugsaðu út í það hvað  þú ert búin að standa þig ótrúlega vel, smá hliðarspor breytir ekki öllu. Nú er bara málið að spýta í lófana og halda áfram. Tekur kannski smá tíma að koma sér aftur á rétta braut en ég veit þú getur það

Kristín (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:03

2 identicon

Blessuð vertu. Það eiga eftir að koma fleiri hliðarspor, þannig er lífið.

Aðalatriðið er bara að taka þau ekki of alvarlega og halda strax áfram.

Hliðarsporin skipta engu máli þegar þú ert komin í mark :) Þú verður bara kannski aðeins lengur á leiðinni :)

Græneygð (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 09:07

3 identicon

Ekkert að frétta?

Kristín (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar.

Æ nei voðalega lítið

Ég fór í vigtun í seinustu viku og var komin niður um 500 gr í viðbót en ég er bara að standa í stað. Fer samt ágætlega eftir prógramminu. Er að reyna að sparka mér í gírinn en það gengur hægt. Er þó sátt meðan ég er ekki að þyngjast

Nafnlaus DDV stelpa þar til síðar., 27.8.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband