Dagur 1 - Ný markmið
30.8.2009 | 09:57
Nú hefst lota tvö. Ég er algerlega búin að klúðra málunum. Ég er búin að þyngjast síðan ég skrifaði komment við seinustu færslu núna í vikunni. Vigtin mín segir 85 kg (danska vigtin ætti þá að sega 87 kg). Ég vona að hún sé bara neikvæð og að sjokkera mig til að koma mér í gírinn. Ég er búin að vera á miklum lyfjum og er svolítið að halda í vonina að kílóin á vigtinni séu að hluta til vökvatengd.
Lífið er búið að vera hræðilegt seinustu vikur. Dauðsfall og fleiri áföll sem hafa svert lífið umtalsvert. Ég er ekki búin að vera ég sálf í fleiri vikur, get ekkert líst því neitt betur.
Ég ætla ekkert að afsaka mig neitt frekar. Ég er hrikalega ósátt við sjálfa mig fyrir að leyfa mér að missa tökin. En nú stend ég aftur upp og kem lífi mínu aftur á rétta braut.
Í dag er því dagur nr 1 í lotu nr 2. Hér eru ný markmið:
Upphaf 30.08.09: 85.0/87.0 kg
85.0/87.0 - 0.0 kg farin á 0 DDV dögum.
2.0/4.0 kg eftir í MM1 12.0/14.0kg í MM5
MM1: 83.0 MM2: 80.5 MM3: 78.0 MM4:75.5 MM5: 73.0
Lota 1 : 06.05.09: 98.0 kg
13.2 kg farin á 70 dögum
Náði 2 markmiðum - endaði í 84.8 kg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.